Steinhús byggt 1925 sem stúkuhús og samkomuhús. Stúkuhúsið á Patreksfirði ber það nafn vegna þess að Stórstúka Góðtemplarareglunnar á Íslandi átti það á sínum tíma. Því var síðan breytt í íbúðarhús 1945.
Þess má geta að Patreksfjörður skiptist í Vatneyri og Geirseyri og Stúkuhúsið stendur á þessum mörkum og er því mjög vel staðsett miðsvæðis í bænum.
Ágúst 2011 / opnað 1 júní 2012 – sjómanadagshelgin.
Í dag er rekið þarna notalegt kaffihús og boðið er upp á heimabakað bakkelsi, ljúffengt kaffi frá kaffitár og heimagert konfekt að hætti hússins.
Staðurinn tekur um það bil 25 manns inni og svo er mjög gott útisvæði með einstöku útsýni sem rúmar annan eins fjölda. Til stendur að taka í notkun efri hæð hússins og þá mun hann rúma um 40 manns.