Steinhús byggt 1925 sem stúkuhús og samkomuhús. Stúkuhúsið á Patreksfirði ber það nafn vegna þess að Stórstúka Góðtemplarareglunnar á Íslandi átti það á sínum tíma. Því var síðan breytt í íbúðarhús 1945.
Stúkuhúsið var opnað sem veitingahús 1.jún 2012 og er staðsett á mjög góðum stað í miðjum bænum rétt hjá sundlauginni
Útsýnið er frábært út á fjörðinn og er góð aðstaða úti fyrir gesti og jafnvel er von á að hvalir láti sjá sig.
Í boði er súpa /réttur dagsins ásamt nýbökuðu brauði . Salat ,panini og ýmsir léttir réttir. Allt bakkelsi er að sjálfsögðu heimabakað og við nýtum það sem vestfirsk náttúra hefur upp á að bjóða og sultum úr rabarbara og nýtum bláberin á ýmsan hátt. Við erum stolt af að bjóða upp á konfekt hússins sem er okkar eigin uppskrift og hægt að gæða sér á með ilmandi kaffi frá Kaffitár.